Tortryggni töframaðurinn. Fyrsta bók Morcyth sögu

Tortryggni töframaðurinn. Fyrsta bók Morcyth sögu

by Brian S. Pratt/DiddaEinars
Tortryggni töframaðurinn. Fyrsta bók Morcyth sögu

Tortryggni töframaðurinn. Fyrsta bók Morcyth sögu

by Brian S. Pratt/DiddaEinars

eBook

$9.59 

Available on Compatible NOOK devices, the free NOOK App and in My Digital Library.
WANT A NOOK?  Explore Now

Related collections and offers

LEND ME® See Details

Overview

Töfrar! Hefur þig langað til að læra? Okkur vantar manneskju sem er góðum gáfum gædd og öguð í hugsun. Þarf að vera vel að sér í ævintýrabókmenntum og hæfni í leikjaspilum er kostur. Getur þurft að ferðast. Þegar James svaraði auglýsingunni í dagblaðinu gat hann ómögulega látið sér detta það í hug að hann myndi lenda inn í miðjum ævintýraheimi þar sem reyna myndi á skynsemi hans og kjark út í ystu æsar. Honum eru ekki gefnar neinar skýringar á því af hverju hann hefur verið fluttur á þennan stað. James,sem er nemandi í framhaldsskóla, verður að læra það fljótt hvernig á að komast af eða deyja að öðrum kosti eins og aðrir á undan honum. Hann gerir sér fljótt grein fyrir því að vitneskjan sem hann hefur aflað sér með lestri hundraða bóka og einnig sá tími sem hann hefur eytt í leikjaspil muni koma að gangi í þessum nýju aðstæðum. Þessi nýi heimur er á barmi styrjaldar og aðeins með því að læra að stjórna galdrahæfileikum sínum mun hann verða fær um að komast lifandi af út úr þeim ógnum sem framundan eru. Með aðstoð drengs að nafni Miko, meðfæddra vitsmuna og mikillar heppni leggur hann af stað til þess að reyna að finna út úr því hvað hann á að gera og ef til vill reyna að finna þann sem setti hann þarna.

Þýðandi: Didda Einars


Product Details

BN ID: 2940011402463
Publisher: Brian S. Pratt/DiddaEinars
Publication date: 04/24/2011
Sold by: Smashwords
Format: eBook
File size: 477 KB
Language: Icelandic

About the Author

Ég er þýðandi þessarar bókar. Í október á síðasta ári fór ég til Saint Luis í Kentucky í heimsókn til móðursystur minnar. Þar keypti ég Kindle og byrjaði að lesa rafrænar bækur. Ég varð yfir mig hrifin og það opnaðist fyrir mér nýr heimur, heimur rafrænna bóka.

Ég hef alltaf lesið mikið og í fyrsta skipti á ævinni var ég að byrja að þreytast í augunum af lestri venjulegra bóka, mér fannst letrið stundum vera of smátt og glampi frá ljósi þreytti mig.

Kindle gerir manni kleyft að breyta leturgerð og minnka og stækka letrið. Upplausnin í Kindle er líka notaleg fyrir augun.

Ég tók eftir því að meira og minna allar rafrænar bækur voru á ensku og fannst vera algjör skortur á rafrænum bókum á íslensku.

Ég komst í samband við Brian S. Pratt, hafði verið að lesa bækurnar hans, ég elska góðar ævintýrabækur. Ég fékk leyfi hans til þess að þýða bækurnar hans. Nú er fyrsta bók Morcyth sögu komin út á íslensku og fleiri eru væntanlegar, ein eftir aðra.

From the B&N Reads Blog

Customer Reviews